Hvanndalsbræður á ferð og flugi

Hvanndalsbræður hafa verið á ferð og flugi um landið, að kynna nýjan hljómdisk sem þeir hafa sent frá sér. Á morgun miðvikudag verða þeir félagar með tónleika í félagsheimilinu á Vopnafirði og á þjóðhátíðardaginn 17. júní verða Hvanndalsbræður á heimavelli. Þeir munu halda uppi fjörinu á Ráðhústorginu á Akureyri, bæði um daginn og svo aftur um kvöldið.  

Daginn eftir, á föstudag, halda Hvanndalsbræður í Skagafjörðinn og halda útgáfutónleika í Miðgarði og á laugardag verða svo útgáfutónleikar í Logalandi í Borgarfirði.

Nýjast