Hugmyndir um hótel og við- byggingu í Kaupvangsstræti 1

Á fundi skipulagsnefndar Akureyrar í vikunni var lagt fram erindi  þar sem Gísli Gestsson f.h. Ljósmyndavara leggur fram fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist til að byggja við suðurenda Kaupvangsstrætis 1 og að byggja ofan á suður- og vesturálmu hússins þannig að þessir hlutar byggingarinnar verði 3 hæðir. Byggingin í heild sinni verði nýtt í framtíðinni undir 40 til 50 herbergja hótel.  

Meðfylgjandi var undirskrift meðeiganda og teikningar eftir Örn Sigurðsson. Í bókun skipulagsnefndar kemur fram að nefndin gerir ekki athugasemd við að heimild til viðbyggingar í núgildandi deiliskipulagi verði nýtt. Sigurður Guðmundsson óskaði bókað að hann sé á móti fyrirhuguðu útliti hússins samkvæmt fyrirliggjandi tillögum.

Nýjast