17. janúar, 2008 - 21:26
Fréttir
Hreppsnefnd Arnarneshrepps er ekki sátt við að einungis 500.000 krónur hafi komið í hlut hreppsins við fyrstu úthlutun vegna tekjumissis vegna
tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks. Félagsmálaráðuneytið hefur tilkynnt um þessa greiðslu, sem er
lágmarksupphæð. Hreppsnefnd Arnarneshrepps fer fram á að fá stærri hlut í næstu úthlutunum frá ráðuneytinu í
ljósi þess að 12 störf hafa tapast í sveitarfélaginu vegna samdráttar í aflamarki þorsks á síðasta ári.
Stærsta vinnustað í hreppnum sem verið hefur í hreppum í áratugi var lokað og öllum sagt upp í september á síðasta
ári vegna þessa.