Framlögum úr Jöfnunarsjóði verður varið til stjórnsýslumála, m.a. úttekar á húsnæði Þelamerkurskóla, úttektar á sviði atvinnumála og ráðningar tveggja starfsmanna, annars vegar starfsmanns þjónustumiðstöðvar og hins vegar menningar- og atvinnumálafulltrúa. Það starf hefur þegar verið auglýst og er gert ráð fyrir að nýr menningar- og atvinnumálafulltrúi hefji störf eftir áramót. Guðmundur segir að í sveitarfélaginu sé gróskumikil menningarstarfsemi, bæði í atvinnu- og tómstundaskyni og að nýjum starfsmanni sé ætlað að skjóta styrkari fótum undir þá starfsemi.