Hörður Fannar í banni gegn Haukum

Hörður Fannar Sigþórsson, línumaður Akureyrar Handboltafélags, verður í banni þegar Akureyri tekur á móti Íslands-og bikarmeisturum Hauka í Íþróttahöllinni annað kvöld í N1-deildinni. Sömu sögu er að segja af Guðmundi Árna Ólafssyni hornamanni í liði Hauka en báðir voru þeir úrskurðaðir í eins leiks bann af aganefnd HSÍ.

Hörður Fannar fékk beint rautt spjald undir lokin í leik Akureyrar og Fram sl. laugardag og Guðmundur Árni fékk bannið vegna brots í leik Aftureldingar og Hauka.

Nýjast