Hönnun hjúkrunarheimilisis að öllu jöfnu boðin út

„Málið var rætt innan stjórnar Fasteigna Akureyrar og ákvörðun tekin um að fara þessa leið," segir Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri á Akureyri um ákvörðun stjórnar Fasteigna Akureyrar á dögunum. Þar staðfesti meirihluti stjórnar FA tillögu um að gera verðfyrirspurn meðal hönnuða í bænum um hönnun hjúkrunarheimilis sem rísa á í Naustahverfi.  

Stjórnin leggur áherslu á að flýta framkvæmdum m.a. í ljósi atvinnuástandsins í bænum.  Fulltrúi VG í bæjarstjórn, Jón Erlendsson, greiddi atkvæði gegn tillögunni og bókaði að hann teldi að svo stór samningur ætti ótvírætt að fara í opið útboð, m.a. samkvæmt innkaupareglum Akureyrarbæjar. Hermann Jón segir að samkvæmt innkaupareglum sé gert ráð fyrir því að stærri verkefni séu að öllu jöfnu boðin út, en möguleikar séu fyrir hendi á að fara aðrar leiðir, m.a. með verðfyrirspurnum og lokuðum útboðum ef aðstæður kalli á slík. „Það er ljóst að það var mat stjórnarinnar að rétt væri að fara þessa leið í þessu tilviki," segir Hermann Jón. 

Nýjast