Hola í höggi fjórum sinnum á fimm dögum á Jaðarsvelli

Kylfingar gera það ekki endasleppt á Jaðarsvelli á Akureyri. Í gær fór Hjörvar Maronsson kylfingur úr GA holu í höggi á 6. braut. Hann sló með 7. járni, kúlan lenti á flötinni og rúllaði beint í holu. Eins og fram hefur komið fór Björgvin Þorsteinsson holu í höggi tvö daga í röð, sl. föstudag og svo aftur daginn eftir og þá í 10. sinn á ferlinum. Albert Hannesson kylfingur úr GA fór einnig holu í höggi á föstudag.  

Albert náði sínu draumahöggi á 14. braut og notaði fimm járn. Þetta er í annað sinn sem Albert fer holu í höggi. Í fyrra skiptið árið 2002, seinni daginn í Arctic Open þá á 11. braut. Á föstudaginn sló Björgvin höggið með 9 járni á 11. holu en á laugardag sló hann með 7 járni á 6. holu. Kylfingar hafa því farið fórum sinnum holu í höggi á fimm dögum á Jaðarsvelli.

Nýjast