HM kvenna í fullum gangi á Akureyri

Íslenska liðið hér á ferðinni á HM í Skautahöllinni á Akureyri. Mynd/Þórir Tryggvason.
Íslenska liðið hér á ferðinni á HM í Skautahöllinni á Akureyri. Mynd/Þórir Tryggvason.

Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí stendur yfir þessa dagana í Skautahöllinni á Akureyri en mótið hófst sl. sunnudag. Þátttökuþjóðirnar auk Íslands eru Ástralía, Króatía, Úkranía, Nýja Sjáland og Tyrkland.

Ísland lék fyrsta leikinn gegn Ástralíu og tapaði þeim leik en íslenska liðið kom til baka og sigraði Nýja Sjáland í sínum öðrum leik, 4-1, í gærkvöld. Mótið heldur áfram næstu daga og óhætt að segja að hokkíveisla sé í Skautahöllinni. Næsti leikur Íslands er annað kvöld, miðvikudag er það mætir Tyrklandi. 


Athugasemdir

Nýjast