Þeir Hlynur Jóhannsson og Stefán Guðnason eru hættir sem þjálfarar handknattleiksliðs KA/Þórs sem leikur í úrvalsdeild kvenna. Að sögn Erlings Kristjánssonar, formans handknattleiksdeildar KA, var um sameiginlega ákvörðun að ræða.
Erlingur segir leit vera hafna að nýjum þjálfara fyrir næsta tímabil. Draumurinn sé að fá spilandi þjálfara og verður hugsanlega reynt að fá mann erlendis frá. Þá segir Erlingur að von sé á tveimur til þremur leikmönnum til liðsins fyrir næsta tímabil.