Hlynur Birgisson í spjalli

Síðast liðin föstudag lauk stórum kafla í Akureyrskri knattspyrnusögu ef svo má segja því Þórsarinn, Hlynur Birgisson einn dáðasti leikmaður bæjarins lék þá sinn síðasta leik áður en hann lagði skóna á hilluna eftir hvorki fleiri né færri en 24 ár í meistaraflokki.

Vikudagur náði tali af kappanum í vikunni og var hann glaðbeittur að vanda þegar blaðamaður spjallaði við hann. Fyrir mörgum ungum knattspyrnumönnum er óralangt síðan hann lék sinn fyrsta leik. „Minn fyrsti leikur var á Skaganum árið 1985, þá var ég 17 ára gamall og ástæðan fyrir því að ég var tekinn í meistaraflokkinn skyndilega þetta sumar var að markamaskínan Bjarni Sveinbjörnsson meiddist illa og ljóst var að það þurfti að bæta við sóknina eftir það, auk Bjarna voru þar fyrir í sókninni þeir Halldór Áskelsson og Sigurður Pálsson, sagði Hlynur...

Nánar í Vikudegi í dag.

Nýjast