HK og Akureyri mætast í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarkeppni karla í handbolta en dregið var í hádeginu í dag. Viðureign HK og Akureyrar er eini úrvalsdeildarslagurinn. Þá drógust Hamrarnir frá Akureyri gegn Fjölni. Leikirnir fara fram 17. og 18. október en bikarmeistarar Hauka og silfurlið Vals sitja hjá í þessari umferð.
Leikir 32-liða úrslitanna verða eftirfarandi:
Hamrarnir - Fjölnir
Árborg - ÍR 2
Hörður - Stjarnan
Grótta 2 - Grótta
Afturelding 2 - Víkingur
Haukar - HKR
ÍBV - ÍR
ÍBV 2 - Spyrnir
Víkingur 2 - Selfoss
KS - Fram
HK - Akureyri
Stjarnan 2 - Afturelding
Völsungur - FH
FH 2 - Valur 2