06. desember, 2010 - 17:53
Fréttir
Hjartað í Vaðlaheiði við Eyjafjörð slær aftur á ný og enn eru það dugnaðarforkarnir frá fyrirtækinu Rafeyri, auk annarra
góðra styrktaraðila sem eiga heiðurinn að hjartslættinum. Hjartað, sem er á stærð við fótboltavöll, sló fyrst í lok
árs 2008 og er óhætt að segja að það hafi yljað mörgum um hjartarætur á þessum erfiðu tímum í íslensku
samfélagi.
Hjartað sem tengist verkefninu Brostu með hjartanu hefur slegið reglulega síðan þá; um verslunarmannahelgar, á Akureyrarvöku og í
jólamánuðinum. Hjartað mun að þess sinni slá fram á þrettándann og mun án efa gleðja hjörtu þeirra sem það
sjá, segir m.a. í tilkynningu frá Akureyrarstofu.