Hin árlega Flughelgi á Akureyri um helgina

Hin árlega Flughelgi verður haldin á Akureyrarflugvelli um helgina. Þetta er í 11. sinn sem þessi viðburður fer fram og hefur hann verið vel vel sóttur, í fyrra komu um 3.000 manns á flugvöllinn. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá bæði á laugardag og sunnudag.  

Svæðið verður opnað kl. 12.30 á laugardag og kl. 13.00 á sunnudag. Þarna mun allt fljúga sem flogið getur, stórar vélar, litlar vélar og fisvélar, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður kappflug, keppni milli sportbíls og listflugvélar og þarna mun sjást fallhlífarstökk í ýmsum myndum. Þá verða tveir aldnir flugkappar heiðraðir á laugardaginn. Frítt er inn á svæðið báða dagana en hægt verður að kaupa þar ýmsar veitingar.

Nýjast