Helstu upplýsingar um fyrir- hugað stjórnlagaþing á nýrri vefsíðu

Vefsíðan http://www.stjornlagathing.is/ opnaði í dag en þar er að finna allar helstu upplýsingar um fyrirhugað stjórnlagaþing 2011. Stjórnlagaþing á að koma saman í febrúar 2011 til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingið á að standa í tvo til fjóra mánuði og verður skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa.  

Þingfulltrúar verða kosnir persónukosningu þann 27.nóvember og er landið eitt kjördæmi við kosninguna. Stjórnlagaþinginu er ætlað að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar 2010. Vefsíða Þjóðfundar: http://www.thjodfundur2010.is/ Framboðsfrestur til stjórnlagaþings rennur út klukkan 12.00 á hádegi þann 18. október n.k. og skal skila framboðum til landskjörstjórnar, sjá eyðublöð og aðrar upplýsingar á http://www.kosning.is/

Stjórnlaganefnd og landshlutasamtök sveitarfélaga standa á næstu vikum að borgarafundum um endurskoðun á stjórnarskránni. Haldnir verða fundir á eftirtöldum stöðum: Á Sauðárkróki 12. október kl:17:00-19:00 í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Í Háskólanum á Bifröst 13. okóber frá kl:13:00-15:00. Á Hvolsvelli 14. október kl.17:00-19:00 í Félagsheimilinu Hvoli. Á Akureyri 20. október frá 20:00-22:00 í Menningarhúsinu Hofi. Í Kópavogi  21. október 17:30-19:30 í Salnum.

Nýjast