19. nóvember, 2010 - 11:47
Fréttir
Skipulagsnefnd Akureyrar hefur veitt heimild fyrir staðsetningu grenndargáma til eins árs á fjórum stöðum í bænum, á grundvelli
byggingareglugerðar. Það var framkvæmdadeild sem óskaði eftir leyfi til að setja niður gáma til sorpflokkunar á þessum fjórum
stöðum en fyrir liggur samþykki lóðarhafa og leigjenda um staðsetningar.
Um er ræða tvær verslunarlóðir, við Samkaup í Hrísarlundi og hjá Strax við Byggðaveg. Einnig á svæði
Akureyrarbæjar, í Kjarnagötu sunnan við Bónus og við Hólmatún, austan við leikskólann.