Þetta sé gert í kjölfar beiðni frá læknaráði sem barst ráðuneytinu í október. Í ályktun ráðsins segir að ástæðan fyrir beiðninni sé margþætt og eigi sér langan aðdraganda. Staðreyndin sé sú að læknar séu að hverfa frá spítalanum í auknum mæli og erfitt reynist að manna stöður. Verði ekkert að gert sé hætta á að sjúkrahúsið standi ekki undir þeim kröfum sem til þess séu gerðar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur stjórnendum sjúkrahússins og læknaráði verið gerð grein fyrir fyrirhugaðri úttekt Ríkisendurskoðunar. Gróa Björk Jóhannesdóttir, formaður læknaráðs, vildi ekki staðfesta það þegar rætt var við hana, segir á vef RÚV.