„Ef maður er frammi þá á maður að skora þannig að það er ágætt ef það gengur,” segir Jóhann Helgi Hannesson leikmaður Þórs, sem hefur farið á kostum með Þórsliðinu í sumar á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu.
Jóhann Helgi hefur skorað fjögur mörk það sem af er tímabilsins, þrjú í deildinni og eitt í bikarnum, auk þess að vera iðinn við að leggja upp mörk fyrir félaga sína.
„Ég fékk tækifæri sem fyrsti framherji í vetur og hef nýtt það vel,” segir Jóhann.
Nánar er rætt við Jóhann Helga í Vikudegi í dag.