Leiðin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar styttist um 47 km miðað við sumarfærð um Lágheiði, úr 62 km í 15 km og um 219 km miðað við vetrarfærð yfir Öxnadalsheiði, úr 234 km í 15 km. Þá eru með tilkomu ganganna tæpir 70 km milli Akureyrar og Siglufjarðar. Jarðgöngin eru tvíbreið, um 3,7 km löng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 km löng milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Við alla gangamunna eru steyptir vegskálar, samtals um 450 m að lengd. Heildarlengd ganga er því ríflega 11 km. Heildarkostnaður verksins er áætlaður rúmir 7 milljarðar króna.