Gunnar Gíslason fræðslustjóri setti ráðstefnuna og í framhaldi af því flutti Sigurveig S Bergsteinsdóttir formaður skólanefndar ávarp. Ólafur Páll Jónsson heimspekingur og dósent við HÍ flutti fyrra erindi ráðstefnunnar og snérist það um lýðræði í skóla. Ræddi Ólafur m.a. um þverstæðuna sem fælist í hugmyndinni um lýðræði í skólasamfélaginu.
Eftir kaffihlé hélt Þóra Björk Jónsdóttir erindi um nemendaþátttöku. Þar talaði hún m.a. um þáttökustiga Arnstein>Hart>Fletcher. Einnig talaði Þóra um rannskóknir á nemendaþátttöku frá Skotlandi og Svíþjóð. Glærur frá fyrirlestrunum má nálgast á vef skóladeildar Akureyrar.