Hátt í 20 manns í mótmælastöðu gegn árás Ísraelsmanna

Hátt í 20 manns mættu á Ráðhústorg á Akureyri í dag, í mótmælastöðu gegn árás Ísraelsmanna á flutningaskipalest með hjálpargögn, sem átti sér stað í gær. Mótmælendur kröfðust þess meðal annars að íslenska ríkisstjórnin sliti stjórnmálasambandi við Ísrael, að fólk hætti að kaupa ísraelskar vörur og að alþjóðasamfélagið brygðist við árásunum. Auk þess var ofbeldi og ofríki Ísraels gagnvart Palestínu harkalega mótmælt.

Nýjast