Prestar kirkjunnar, séra Svavar Alfreð Jónsson og séra Hildur Eir Bolladóttir þjóna fyrir altari, ásamt séra Jóni A. Baldvinssynni vígslubiskupi Hólastiftis og Valgerði Valgarðsdóttur, djákna. Dr. Pétur vann vígsluræðu afa síns og ætlar m.a. að nota sama guðspjallið í sinni predikun á sunnudag. Á morgun verður jafnframt fjáröflunardagur Kvenfélags Akureyrarkirkju, sem verið hefur einn helsti bakhjarl kirkjustarfsins. Kaffi- og lukkupakkasala verður í Safnaðarheimilinu eftir messu.