Harry og Heimir norður

Eftir 125 troðfullar sýningar í Borgarleikhúsinu, halda Harry og Heimir norður til Leikfélags Akureyrar þar sem sýningar halda áfram út nóvember. Það eru stórleikararnir Sigurður Sigurjónsson, Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason sem skrifa, stýra og leika Harry og Heimi - með öðrum morðum.  

Leikritið er byggt á geysivinsælum útvarpsþáttum þeirra félaga um einkaspæjarana Harry Rögnvalds og Heimi Schnitzel og svakamálin sem þeir taka að sér að leysa. Nú bætast töfrar leikhússins við og hér koma einkaspæjararnir ljóslifandi fyrir augu áhorfenda. Sýningin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda, enda vandað mjög til verks og vanir menn í hverju rúmi. Norðlendingar taka verkinu vel því þegar er nánast uppselt á þær 10 sýningar sem fyrirhugaðar voru og verið að setja inn aukasýningar til að mæta eftirspurn.

Nýjast