Hallgrímur Mar genginn í raðir Völsungs á ný

Hallgrímur Mar Steingrímsson er genginn í raðir Völsungs að nýju frá KA og félagaskiptin náðu að ganga í gegn í dag, sunnudag, á lokadegi félagaskipta hér á landi. Hallgrímur Mar er tvítugur að aldri. Hann hafði gengið til liðs við KA frá Völsungi fyrir sumarið 2009 en þá var Völsungur kominn í 3. deild en KA í 1. deild.

Hann snýr nú aftur heim til Völsungs þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn árið 2007 og hefur spilað 23 leiki og skorað fimm mörk.  Með KA lék hann 26 leiki á tveimur árum og skoraði þrjú mörk

Frá þessu er greint á vefnum fotbolti.net

 

Nýjast