Halldór endurkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk nú fyrir stundu í mennigarhúsinu Hofi á Akureyri. Halldór Halldórsson var endurkjörinn formaður stjórnar sambandsins. Þá voru gerðar umtalsverðar breytingar á lögum sambandsins þar sem stjórn sambandsins var m.a. falið að taka yfir verkefni Launanefndar sveitarfélaga.  

Þá var samþykkt að á landsþingi þurfi kjörnefnd að kynna tillögur sínar eigi síðar en sólarhring áður en kosning fer fram og að breytingartillögur þurfi að berast þingforsetum eigi síðar en tveimur klukkustundum áður en kosning fer fram.
Þá var heiti laganna breytt yfir í "Samþykktir Sambands íslenskra sveitarfélaga" með þeim rökum að algengara er að félagasamtök setji sér samþykktir og að núverandi heiti að valda misskilningi enda sé það í raun aðeins Alþingi sem hefur vald til lagasetningar.

Í stjórn sambandsins voru kjörnir:

  • Hanna Birna Kristjánsdóttir, Reykjavíkurborg
  • Dagur B. Eggertsson, Reykjavíkurborg
  • Óttar Ólafur Proppé, Reykjavíkurborg
  • Guðríður Arnardóttir, Kópavogsbæ
  • Gunnar Einarsson, Garðabæ
  • Elín R. Líndal, Húnaþingi vestra
  • Halldór Halldórsson, Ísafjarðarbæ
  • Gunnlaugur Stefánsson, Norðurþingi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson, Akureyrarkaupstað
  • Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerðisbæ
  • Jórunn Einarsdóttir, Vestmannaeyjum

Nýjast