16. júní, 2010 - 14:22
Fréttir
Geir Kristinn Aðalsteinsson oddviti L-listans var kjörinn forseti bæjarstjórnar Akureyrar til eins árs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar
í gær, eins og fram hefur komið. Geir hlaut 6 atkvæði en 5 seðlar voru auðir. Halla Björk Reynisdóttir bæjarfulltrúi L-listans var
kjörin 1. varaforseti og Hermann Jón Tómasson 2. varaforeti bæjarstjórnar en bæði hlutu þau 6 atkvæði, 5 seðlar voru auðir.
Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi L-lista og Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, voru kjörin skrifarar
bæjarstjórnar. Varamenn eru Inda Björk Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi L-lista og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir bæjarfulltrúi VG.