Í lok tónleikanna var fulltrúi Mæðrastyrksnefndar, Jóna Berta Jónsdóttir kölluð upp og henni færður afraksturinn kr. 500 þúsund. Þess má geta að aldrei fyrr hefur safnast svona vel eins og á þessum 6. styrktartónleikum. Kvennakór Akureyrar vill færa öllum þeim sem sóttu tónleikana bestu þakkir fyrir góða þáttöku, "án ykkar hefði þetta ekki verið mögulegt. Sömuleiðis bestu þakkir til Karlakórs Akureyrar Geysis, Söngfélagsins Sálubótar, stjórnenda, undirleikara, auglýsenda og Akureyrarkirkju fyrir þeirra framlag."