Hald lagt á fíkniefni á Akureyri

Lögreglan á Akureyri stöðvaði bifreið aðfararnótt sl. sunnudags þar sem hún var vanbúin til vetraraksturs og einnig var einum farþega ofaukið í bifreiðinni. Í bifreiðinni reyndust vera aðilar sem þekktir eru af neyslu og meðferð fíkniefna. Við nánari athugun fundust um fjögur grömm af amfetamíni í hanskahólfi bifreiðarinnar og eitt gramm á einum farþeganum. Allir aðilarnir voru handteknir og færðir á lögreglustöð og fundust þá sextán grömm af amfetamíni í viðbót á öðrum farþega sem hann hafði falið innanklæða og viðurkenndi hann að hafa ætlað efnið til sölu. Við húsleit fundust svo tæp fjögur grömm í viðbót og voru því haldlögð tæp tuttugu og fimm grömm alls. Við málið naut lögreglan á Akureyri aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, segir á vef lögreglunnar.

Nýjast