Hagræða á í fræðslu- og uppeldismálum um rúmar 120 milljónir

Á síðasta fundi skólanefndar Akureyrar var m.a. farið yfir fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir næsta ár. Fram kom að bæjarráð hefur samþykkt nýjan fjárhagsramma fyrir árið 2011. Nýr rammi fræðslu- og uppeldismála er kr. 4.194.799.000 sem felur í sér hagræðingu að upphæð kr. 122.000.000.  

Einnig lá fyrir fundi skólanefndar tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010. Þar kom fram að í bæjarráði hafi þegar verið samþykktar viðbætur vegna fjölgunar leikskólarýma sem nema kr. 4.995.000. Til viðbótar þessari upphæð er óskað eftir leiðréttingu sem nemur kr. 23.787.000 og kemur til vegna aukins kostnaðar vegna veikinda, skólaaksturs o.fl. Skólanefnd samþykkti fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti og vísaði henni til bæjarráðs.

Nýjast