Hægt að tína sveppi fram að næturfrostum

„Það verður hægt að tína sveppi fram að næturfrostum," segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur, en sveppatínslutími nær frá miðju sumri, í kringum miðjan júlí og ef tíð er hagstæð er hægt að tína sveppi fram á haust eða þar til næturfrost skella á.  

Guðríður Gyða segir að mikið hafa verið að sveppum að undanförnu og áhugasamir hafi nýtt sér það.  „Eftir vætutíð kemur góður sveppatími, þeir þurfa 3-4 daga eftir rigningu, þá eru þeir bestir, ungir og ferskir og bestir til átu," segir hún.  Best er því að tína sveppi nokkrum dögum eftir rigningu, í þurru veðri enda mest af þeim við slíkar aðstæður.

Í Eyjafirði er mest um lerkisveppi, enda búið að planta lerki víða og í miklu magni.  Furusveppi má einnig finna í nágrenni Akureyrar og Eyjafjarðar, en þeir eru stærri og auðveldari í meðhöndlun en lerkisveppirnir að sögn Guðríðar Gyðu og mörgum þykja þeir betri. Hún bendir fólk sem ekki er vant á að hafa með sér handbók til að greina tegundir, því fráleitt séu allir sveppir ætir.  „Það er mikilvægt að fólk viti hvað það er að gera og taki ekki hvaða sveppi sem er

Nýjast