Kostnaðaráætlun Akureyrarbæjar hljóðaði upp á um 31 milljón króna. G. Hjálmarsson hf. Bauð 28,9 milljónir króna, eða 93,2% af kostnaðaráætlun og Túnþökusala Kristins ehf. bauð rúmlega 31,1 milljón króna, sem er 100,3% af kostnaðaráætlun. Um er að ræða rif á malbiki og hellum, lagningu fráveitulagna, hellulögn og jöfnun undir malbik, í neðsta hluta Þingvallastrætis. Verkið er tvískipt og skal að fullu lokið fyrir 15. október nk.