Guðrún hefur unnið ýmis störf, meðal annars sem sundlaugavörður hjá Sundlaug Akureyrar, við umsjón veitinga og upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn og sem kennari hjá Tölvuskólanum Þekkingu. Hún fæddist í Skagafirði 7. nóvember 1970 og hefur búið á Akureyri undanfarin 6 ár. Sambýlismaður hennar er Eiríkur Kristján Aðalsteinsson og eiga þau eina dóttur, Sigrúnu Dalrós 2 ára. Þetta kemur fram á vef Eyjafjarðarsveitar.