Miðjumaðurinn sterki hjá KA, Guðmundur Óli Steingrímsson, hefur ákveðið að ganga til liðs við sitt gamla uppeldisfélag Völsung frá Húsavík. Guðmundur, sem kom til KA í vetur, hefur spilað vel fyrir félagið í sumar og skorað þrjú mörk í þrettán leikjum. KA- menn hafa hins vegar fengið nýjan leikmann til liðs við sig en Andri Júlíusson sem leikið hefur með ÍA í Landsbankadeildinni í sumar gekk í raðir félagsins í vikunni og verður í láni hjá KA út tímabilið.
Andri, 23 ára, er uppalinn Skagamaður og hefur leikið þrettán leiki með ÍA í deild- og bikarkeppni í sumar og skoraði eitt mark.
Fréttin kemur fram á fotbolti. net