Guðmundur Óli í eins leiks bann

Guðmundur Óli Steingrímsson, leikmaður meistaraflokks KA, hefur verið úrskurðaður í eins leiks keppnisbann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sem kom saman í dag.

Guðmundur Óli fékk að líta rauða spjaldið í leik KA og ÍR í 1. deildinni sl. laugardag og mun fyrir vikið missa af leik KA gegn Njarðvík næstkomandi föstudag.

 

Nýjast