Guðmundur Hólmar í hörðum árekstri-Lék ekki með Akureyri í dag

Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar Handboltafélags, lék ekki með liðinu í dag gegn Víkingi í bikarkeppni HSÍ en hann lenti í árekstri við annan bíl á leiðinni út á Akureyrararflugvöll í morgun. Frá þessu er greint á sport.is. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri voru enginn alvarleg slys á fólki en báðir bílarnir eru mikið skemmdir.

Guðmundur var að aka bílnum sínum niður Mýrarveg, en vegna hálku náði hann ekki að stoppa við gatnamót með þeim afleiðingum að annar bíll keyrði inn í hliðina á honum. Guðmundur var einn í bílnum en tvennt í hinum og virðist hafa farið betur en á horfðist í fyrstu.

“Þetta var harður árekstur. Bíllinn sem klessti á mig er ónýtur og minn bíll verður væntanlega seldur sem tjónabíll. Ég fór uppá spítala til að láta kanna stöðuna en ég var stífur í hálsinum og leiddi niður eftir baki. Ég er svo búinn að vera stífur og hálfveikur í allan dag, flökurt og slappur. En þetta fór betur en áhorfðist, það slasaðist enginn eða neitt slíkt. Ég verð klár í næsta leik með Akureyri.” sagði Guðmundur í samtali við sport.is.

Nýjast