Gríðarleg andstaða við nýtt miðbæjarskipulag á Akureyri

Gríðarleg andstaða er við tillögu að nýju miðbæjarskipulagi á Akureyri, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Vikudag. Af þeim sem tóku afstöðu eru 76,2% á móti, 13,1% fylgjandi skipulaginu og 10,7% hvorki né.  

Spurt var: Þegar á heildina er litið hversu hlynnt(ur) ert þú fyrirliggjandi miðbæjarskipulagi Akureyrarbæjar? Alls 36,4% þeirra sem tóku afstöðu, eða 150 manns, eru algjörlega andvígir skipulaginu, 20,5% , eða 84, mjög andvígir og 19,4%, eða 80 manns, frekar andvígir. Þá eru 10,7% aðspurðra, eða 44, hvorki með eða á móti, 8,6%, eða 36 manns, eru frekar hlynntir skipulaginu, 3,4%, eða 14 manns, mjög hlynntir og 1%, eða fjórir þeirra sem svöruðu, algerlega hlynntir. Nánar er fjallað um könnunina í Vikudegi í dag. Þar er einnig að finna niðurstöðu könnunar um fylgi framboðanna sex sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum þann 29. maí.

Nýjast