Grétar sigraði á Akureyrarmóti KFA

Grétar Skúli Gunnarsson sigraði á Akureyrarmóti KFA í kraftlyftingum annað árið í röð en mótið fram fór í Jötunheimum sl. helgi. Grétar hlaut 418 stig í efsta sæti. Auk þess bætti hann fjögur Íslandsmet í öllum greinum og í samanlögðu. Í öðru sæti á mótinu varð Ormar Agnarsson með 322 stig og í þriðja sæti hafnaði Elvar Örn Sigurðsson með 289 stig.     

Nýjast