27. júlí, 2010 - 09:45
Fréttir
Greifatorfæran 2010 verður haldin á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar laugardaginn 31. júlí
næstkomandi og hefst keppni klukkan 13:00. Keppt verður í tveimur flokkum, flokki götubíla og sérútbúinna bíla (UNLIMITED).
Á sunnudeginum 1. ágúst fer svo fyrsta umferð Íslandsmótsins í sandspyrnu fram en keppnin fer fram á
akstursíþróttasvæði BA og hefst kl. 14:00. Þar eru 37 keppendur sem eru skráðir til leiks í níu flokkum.