22. júní, 2010 - 11:52
Fréttir
"Eins og staðan er í dag höfum við ekki fengið neinar áætlanir um að þökuleggja torgið í ár og þetta er ekki inni á
fjárhagsáætlun hjá okkur," segir Helgi Pálsson hjá Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar. Undanfarin tvö sumur hefur torgið verið
þökulagt yfir sumarið, en svo mun ekki verða í ár. Það var Sigurður Guðmundsson, sem nú er orðinn
bæjarfulltrúi, ásamt nokkrum öðrum sem stóð fyrir því fyrir tveimur árum að þökuleggja torgið að
næturlagi og var það þá látið standa, enda mæltist uppátækið vel fyrir. Í fyrra var síðan ákveðið
í bæjarráði að endurtaka leikinn.