Magni vann mikilvægan útisigur á liði Hamars er liðin mættust á Grýluvelli í Hveragerði í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu um helgina. Lokatölur urðu 2-1 sigur Magna.
Mörk Magna skoruðu þeir Hreggviður Heiðberg Gunnarsson og Ingvar Már Gíslason. Eftir átta umferðir hefur Magni sex stig í 9. sæti deildarinnar.