Góður sigur Þórs/KA á Stjörnunni

Þórs/KA stelpur unnu góðan sigur á Stjörnustelpum í 11. umferð Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu á Akureyrarvelli sl. föstudagskvöld. Leikurinn fór fjörlega af stað og áttu bæði lið fjölmörg færi í fyrri hálfleik en hvorugu liðinu náði að skora áður flautað var til leikhlés og staðan því markalaus í hálfleik. 

Heimastúlkur byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og fengu ágætis færi í upphafi hálfleiksins. Úr einu þeirra kom svo fyrsta mark leiksins og það gerði Ivana Ivanovic með glæsilegu marki þegar hún skrúfaði boltann í fjærhornið eftir að hafa snúið af sér varnarmann Stjörnunnar. Staðan orðin 1-0 fyrir Þór/KA. Heimastúlkur héldu áfram að sækja eftir markið og á 61. mínútu fékk Rakel Hönnudóttir góða sendingu inn fyrir vörn gestanna frá Mateju Zver og Rakel gerði enginn mistök þegar hún afgreiddi boltann í netið. Lokatölur á Akureyrarvelli, 2-0 Þórs/KA stúlkum í vil sem með sigrinum eru komnar í 13 stig í deildinni og sitja í 6. sæti deildarinnar.

Nýjast