Góður árangur UFA á landsmóti UMFÍ

Frjálsíþrótta krakkarnir úr UFA stóðu sig með prýði á unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var núna um verslunarmannahelgina í Þorlálakshöfn. Alls kepptu 16 krakkar frá UFA á mótinu, 15 í frjálsum íþróttum og einn í glímu.

Kolbeinn Höður Gunnarsson, nýliði í frjálsum íþróttum, kom sá og sigraði á mótinu. Hann vann til þriggja gullverðlauna í flokki 13 ára pilta, í 100 m hlaupi, 800 m hlaupi og í  hástökki. Þá varð hann annar í langstökki og í silfursveit UFA í þessum aldursflokki. Auk hans voru í sveitinni Bjarki Kjartansson, Geir Vésteinsson og Magnús Már Sigurðarson. Andri Már Bragason og Bjarki Gíslason stóðu sig einnig vel á mótinu. Andri Már sigraði í bæði 100 m hlaupi og 800 m hlaupi í flokki 14 ára pilta og varð annar í langstökki. Bjarki sem keppir í drengjaflokki sigraði í 800 m hlaupi og langstökki, varð annar í 100 m hlaupi og hástökki og í þriðja sæti í spjótkasti. Hjalti Björnsson hlaut annað sæti í spjótkasti í 14 ára flokknum og Magnús Aríus Ottósson varð annar í langstökki og þriðji í kúluvarpi í keppni 11 ára stráka.

Þá varð Guðrún M. Jónsdóttir þriðja í keppni stúlkna í hástökki og spjótkasti og Tanja Freydís Leggett vann til silfurverðlauna í spjótkasti 11 ára stelpna. Loks vann glímukappinn, Þorlákur Snær Gunnarsson, bronsverðlaun í flokki drengja 11 – 12 ára.

www.ufa.is

Nýjast