Í bókun umhverfisnefndar kom fram að nefndin var ánæðgð með að fá Guðmund í heimsókn. Jafnframt kom fram að að umhverfisnefnd vonast eftir góðu samstarfi við Eyjarfjarðarsveit um efnistöku úr Eyjafjarðará. Guðmundi sveitarstjóra var kynnt mála staða varðandi deiliskipulag óshólmasvæðisins. Samþykkt var að umhverfisnefnd hitti sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar að nýju þegar skýrsla um vatnasvið Eyjafjarðarár sem unnin er af Bjarna Jónssyni líffræðingi liggur fyrir.