Glæsilegur árangur Óðins á Sparisjóðsmóti

Sparisjóðsmót ÍBR í sundi var haldið í Reykjanesbæ um helgina og fulltrúar Óðins, sundfélags Akureyrar, stóðu sig heldur betur vel þar sem krakkarnir unnu alls 10 gullverðlaun á mótinu. Freysteinn Viðar Viðarsson setti aldursflokkamet í 400 m skriðsundi þegar hann bætti 10 ára gamalt met um fjórar sekúndur. Hann vann auk þess til fimm annarra verðlauna.

En það voru líka aðrir keppendur sem sáu um að haldi merki Akureyrar á lofti. Karen Konráðsdóttir fékk gullverðlaun í 400 m fjórsundi og 800 m skriðsundi kvenna. Þá sigraði Halldóra Sigríður Halldórsdóttir í 100 m flugsundi kvenna og Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir fékk gullið í 200 m baksundi kvenna en þau kepptu öll í flokki 13-14 ára. Í flokki 15 ára og eldri sigraði Erla Hrönn Unnsteinsdóttir í 200 m baksundi kvenna þegar hún bætti sitt eigið Akureyrarmet.

Nánar um mótið í næsta blaði á fimmtudaginn kemur.

Nýjast