En það voru líka aðrir keppendur sem sáu um að haldi merki Akureyrar á lofti. Karen Konráðsdóttir fékk gullverðlaun í 400 m fjórsundi og 800 m skriðsundi kvenna. Þá sigraði Halldóra Sigríður Halldórsdóttir í 100 m flugsundi kvenna og Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir fékk gullið í 200 m baksundi kvenna en þau kepptu öll í flokki 13-14 ára. Í flokki 15 ára og eldri sigraði Erla Hrönn Unnsteinsdóttir í 200 m baksundi kvenna þegar hún bætti sitt eigið Akureyrarmet.
Nánar um mótið í næsta blaði á fimmtudaginn kemur.