Gísli Páll og Sigurður Marinó framlengdu hjá Þór

Gísli Páll Helgason og Sigurður Marinó Kristjánsson framlengdu samninga sína við knattspyrnulið Þórs á styrktarkvöldi sem haldið var í Hamri í gærkvöld. Níu leikmenn hafa því skrifað undir nýjan samning við félagið, en ljóst er að allir íslensku leikmenn liðsins munu framlengja.

Hins vegar er vafamál með Aleksandar Linta og þá mun Nenad Zivanovic líklega ekki vera áfram með liðinu.

Nýjast