"Það er maí núna og Íslandsmótið klárast í september, þannig að ég held að við getum alveg verið rólegir ennþá," segir Hreinn Hringsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Þórs.
Eftir fyrstu tvo leikina á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu er Þór aðeins með eitt stig í 10. sæti deildarinnar, en Þór stefnir á að ná úrvaldeildarsæti á tímabilinu. Næsti leikur Þórs verður heimaleikur gegn Njarðvík á laugardaginn kemur á Þórsvelli og hefst kl. 14:00.
Nánar í Vikudegi í dag.