15. nóvember, 2010 - 10:08
Fréttir
Gámaþjónusta Norðurlands ehf. átti lægsta tilboð í móttöku og flutning úrgangs frá Akureyri að Stekkjarvík
í nágrenni Blönduóss en tilboðin voru opnuð fyrir helgi. Um er ræða móttöku á óflokkuðum úrgangi og flutning á
urðunarstað í 155 km fjarlægð og á verkið að hefast um næstu áramót. Gámaþjónusta Norðurlands bauð
rúmar 142 milljónir króna í verkið fyrir átta ára tímabil.
Alls sendu fimm fyrirtæki inn tilboð í verkið. Árni Helgason ehf. og Hringrás ehf. buðu sameiginlega og áttu næst lægsta tilboð,
rúmar 173,5 milljónir króna. Íslenska Gámafélagið ehf. bauð um 229,5 milljónir króna, GV Gröfur ehf. buðu 243 milljónir
króna og HGH verk bauð rúmar 279 milljónir króna. Kostnaðaráætlun verkkaupa kom ekki fram við opnun tilboða.