Gamanleikur á fjalir Leikfélags Akureyrar í haust

Hjá Leikfélagi Akureyrar er þegar hafin undirbúningur fyrir næsta leikár. Fyrsta verkið sem sett verður á fjalirnar er  spennandi og jafnframt eitraður gamanleikur í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur leikhússtjóra LA.  

Gísli Rúnar Jónsson er að íslenska og staðfæra leikinn, sem ekki er komið nafn á ennþá. Aðeins eru þrjár persónur í verkinu og hafa þrjár af fremstu gamanleikkonum landsins verið ráðnar til að leika þær. Þetta eru Edda Björgvinsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Verkið, sem ekki hefur verið sýnt áður á Íslandi, hefur slegið í gegn á Bretlandi og þá hefur það farið eins og eldur í sinu um Ástralíu.

Nýjast