Þórsarar leika sinn fyrsta heimaleik í kvöld í 1. deild karla í körfubolta er liðið tekur á móti Laugdælingum í Íþróttahöllinni kl. 19:15. Lið Laugdæla tapaði fyrir Breiðablik í fyrstu umferð en Þórsarar unnu afar sterkan útisigur gegn Val í fyrsta leik.
„Við þurfum bara að byggja á þessum sigri sem við náðum í fyrsta leik," segir Óðinn Ásgeirsson leikmaður Þórs en nánar er rætt við hann í Vikudegi í dag.