07. janúar, 2008 - 15:25
Fréttir
Fyrsti félagsfundur Einingar-Iðju á Siglufirði var haldinn sl. laugardag. Fundurinn var í alla staði mjög góður og lýstu nýir
félagsmenn yfir ánægju með sameiningu einstakra deilda Vöku á Siglufirði við stéttarfélögin á Akureyri. Á fundinum
fór Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju yfir stöðuna í samningamálum við SA. Fram fór kosning svæðisfulltrúa
Siglufjarðar og varamanns. Margrét Jónsdóttir, starfsmaður félagsins á Siglufirði var einróma kosin svæðisfulltrúi og
Sigrún Agnarsdóttir var einnig einróma kosin varasvæðisfulltrúi.
Þetta þýðir jafnframt að Margrét er komin í stjórn félagsins, trúnaðarráð og samninganefnd Einingar-Iðju og
Sigrún er komin í trúnaðarráð félagsins. Þjónustu Einingar-Iðju við félagsmenn á Siglufirði var kynnt og rætt
var um málefni skrifstofunnar, m.a. staðsetning og aðgengi. Þetta kemur fram á vef félagsins.