01. júní, 2010 - 14:52
Fréttir
Fulltrúar framboðanna sex sem sæti eiga í bæjarstjórn Akureyrar hittust á fundi að Borgum fyrir stundu, til skrafs og ráðgerða. Ekki
þarf að ræða meirihlutamyndun, þar sem L-listinn, listi fólksins, fékk hreinan meirahluta í kosningunum á laugardag. Öll hin framboðin
fengu einn bæjarfulltrúa hvert og framundan er því vandasöm vinna við að skipa í nefndir og ráð.
Á fundinn mættu fyrir L-lista, þau Geir Kristinn Aðalsteinsson og Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson frá
Framsóknarflokki, Hermann Jón Tómasson frá Samfylkingu, Ólafur Jónsson frá Sjálfstæðisflokki, Edward H. Huijbens frá Vinstri
grænum og Sigurður Guðmundsson frá Bæjarlistanum.